Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fréttamenn þess ræddu við Aldo Silva, leiðsögumann á svæðinu, sem sagðist ekki hafa verið á staðnum þegar óhappið átti sér stað. Hann sagðist þó hafa heyrt að þegar einn veiðimannanna ætlaði að sækja skotinn fugl hafi hundurinn hans stokkið upp á hann og rekið loppuna í gikkinn á byssunni.
Nú er verið að skoða hvort ákæra eigi veiðimanninn fyrir grófa líkamsárás.
Fórnarlambið var skotið í fótlegg af aðeins sex metra færi.
Silva sagðist telja að um óhapp hafi verið að ræða, því veiðimaðurinn og tveir aðrir félagar hans hafi verið í miklu uppnámi þegar norskir veiðimenn komu að þeim. Þeir norsku björguðu líklega lífi fórnarlambsins með að veita honum skyndihjálp og þeir fengu sjúkraþyrlu á vettvang.