fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Öskraði á hjálp í sex klukkustundir – Fangaverðir sinntu því ekki og hún ól barnið því ein í fangaklefanum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 22:00

Jazmin Valentine flutt á sjúkrahús. Mynd:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jazmin Valentine, lá á gólfinu í fangaklefa sínum í Maryland í Bandaríkjunum í sex klukkustundir og öskraði á hjálp því hún var með hríðir og fæðing var komin af stað. Fangaverðirnir sinntu ekki köllum hennar og lá hún því ein á köldu gólfinu og ól stúlku.

Þetta kemur fram í málshöfðun Valentina á hendur fangavörðum í Washington County fangelsinu og fyrirtækinu PrimeCare Medica. CBS News skýrir frá þessu.

Fram kemur að Valentine hafi verið handtekin kvöldið áður og sett í einangrunarklefa. Þetta var í júlí á síðasta ári. Um nóttina fékk hún hríðir og fæðingin fór af stað.

Þetta var fyrsta barn hennar. Hún barði á dyrnar og veggina og öskraði að barnið væri að koma í heiminn. En í staðinn fyrir að hjálpa henni hlógu fangaverðirnir og sögðu hana finna upp á afsökunum til að sleppa út úr klefanum.

Þegar fangaverðir opnuðu loks dyrnar eftir sex klukkustundir sat Valentine með dóttur sína í fanginu og hafði ekki teppi né neitt annað til að vefja utan um hana.

David Lane, lögmaður hennar, sagði í samtali við New York Post að Valentine hafi óttast um líf sitt og barnsins. „Aðstæðurnar hefðu verið betri hjá dýri í dýragarði. Hún var viss um að hún myndi deyja. Hún óttaðist að barnið myndi deyja og þeim var alveg sama,“ sagði hann.

Valentine var gengin rúmlega átta mánuði þegar hún var sett í fangelsi og var ekki látin laus fyrr en nokkrum dögum eftir fæðinguna.

David Lane flutti mál fyrir Diana Sanchez fyrir þremur árum en hún hafði eignast son sinn alein í fangaklefa í Denver. Eins og Valentine sakaði hún fangaverði og hjúkrunarfræðinga fangelsisins um að hafa hunsað hjálparköll hennar. Sky News skýrir frá þessu.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum í fangaklefanum sýndu að starfsfólkið kom Sanchez ekki til aðstoðar fyrr en eftir að sonur hennar var kominn í heiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu