fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svartidauði fyrir 700 árum hefur áhrif á heilsufar þitt í dag

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. október 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar svartidauði æddi yfir Evrópu á miðri fjórtándu öld varð hann allt að helmingi íbúa álfunnar að bana. Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að áhrifa faraldursins gætir enn. Hann setti varanlegt mark á erfðaefni mannkyns og hefur því áhrif á heilsu okkar, nú 700 árum síðar.

BBC segir að rannsóknin byggist á greiningu erfðaefnis í beinagrindum fólks sem lifði faraldurinn af. Í þeim er að finna stökkbreytingar sem hjálpuðu fólkinu að lifa af. Þessar sömu stökkbreytingar tengjast sjálfsofnæmi sem hefur áhrif á fólk í dag.

Svartidauði er einn stærsti heimsfaraldur sögunnar, sá banvænasti og hræðilegast. Talið er að hann hafi orðið um 200 milljónum að bana.

Vísindamenn grunaði að svona stór atburður hefði haft áhrif á þróun mannkynsins og rannsökuðu því erfðaefni sem fannst í tönnum 206 fornra beinagrinda. Með þessu gátu þeir staðfest hvort beinagrindurnar væru frá því áður en Svartidauði gekk yfir, eftir að hann gekk yfir eða frá þeim tíma sem hann gekk yfir.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Rannsóknin beindist að geni sem heitir ERAP2. Þeir sem voru með þetta gen, voru 40% líklegri til að lifa Svartadauða af en aðrir.

Genið hefur verið tengt við sjálfsofnæmissjúkdóma í nútímanum en þetta sama gen kom forfeðrum okkar lifandi í gegnum faraldurinn fyrir 700 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú