BBC segir að rannsóknin byggist á greiningu erfðaefnis í beinagrindum fólks sem lifði faraldurinn af. Í þeim er að finna stökkbreytingar sem hjálpuðu fólkinu að lifa af. Þessar sömu stökkbreytingar tengjast sjálfsofnæmi sem hefur áhrif á fólk í dag.
Svartidauði er einn stærsti heimsfaraldur sögunnar, sá banvænasti og hræðilegast. Talið er að hann hafi orðið um 200 milljónum að bana.
Vísindamenn grunaði að svona stór atburður hefði haft áhrif á þróun mannkynsins og rannsökuðu því erfðaefni sem fannst í tönnum 206 fornra beinagrinda. Með þessu gátu þeir staðfest hvort beinagrindurnar væru frá því áður en Svartidauði gekk yfir, eftir að hann gekk yfir eða frá þeim tíma sem hann gekk yfir.
Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.
Rannsóknin beindist að geni sem heitir ERAP2. Þeir sem voru með þetta gen, voru 40% líklegri til að lifa Svartadauða af en aðrir.
Genið hefur verið tengt við sjálfsofnæmissjúkdóma í nútímanum en þetta sama gen kom forfeðrum okkar lifandi í gegnum faraldurinn fyrir 700 árum.