fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín í jöklum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. október 2022 13:30

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín i bráðnandi jöklum en ekki leðurblökum eða fuglum. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vatni á norðurheimskautasvæðinu.

The Guardian segir að erfðafræðileg rannsókn á jarðvegi og botnlagi Lake Hazen, sem er stærsta ferskvatnið á norðurheimsskautasvæðinu, bendi til að hættan á að veirur berist í nýjan hýsil í fyrsta sinn, geti verið meiri vegna bráðnunar jökla.

Niðurstöðurnar benda til að samhliða hækkandi hita á heimsvísu vegna loftslagsbreytinganna, þá verði líklegra að veirur og bakteríur losni úr frosti í jöklum og sífrera og vakni til lífs á nýjan leik og geti borist í villt dýr.

Til dæmis er talið að miltisbrandsfaraldur, sem braust út 2016 í Síberíu og varð barni að bana og barst í að minnsta kosti sjö til viðbótar, hafi brotist út þegar sífreri bráðnaði í hitabylgju og veiran barst í hreindýr. Þetta var fyrsti faraldur miltisbrands á þessu svæði síðan 1941.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“