The Guardian segir að erfðafræðileg rannsókn á jarðvegi og botnlagi Lake Hazen, sem er stærsta ferskvatnið á norðurheimsskautasvæðinu, bendi til að hættan á að veirur berist í nýjan hýsil í fyrsta sinn, geti verið meiri vegna bráðnunar jökla.
Niðurstöðurnar benda til að samhliða hækkandi hita á heimsvísu vegna loftslagsbreytinganna, þá verði líklegra að veirur og bakteríur losni úr frosti í jöklum og sífrera og vakni til lífs á nýjan leik og geti borist í villt dýr.
Til dæmis er talið að miltisbrandsfaraldur, sem braust út 2016 í Síberíu og varð barni að bana og barst í að minnsta kosti sjö til viðbótar, hafi brotist út þegar sífreri bráðnaði í hitabylgju og veiran barst í hreindýr. Þetta var fyrsti faraldur miltisbrands á þessu svæði síðan 1941.