VG skýrir frá þessu. Segir miðillinn að maðurinn hafi haft stöðu grunaðs síðan í sumar en því hafi verið haldið leyndu. Lögreglan vill ekki segja hvað beindi grun að manninum og segir að vegna rannsóknarhagsmuna geti hún ekki tjáð sig um það.
Verjandi mannsins segir að hann segist saklaus af því sem hann er grunaður um.
Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar og hefur meðal annars hlotið refsidóma fyrir nauðgun og fjársvik.
Fyrir voru Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, og hinn svokallaði rafmyntamaður með stöðu grunaðs í málinu.