fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 04:56

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri fékk í sumar stöðu grunaðs í rannsókn norsku lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Osló í lok október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt og hefur rannsakað málið sem morð árum saman.

VG skýrir frá þessu. Segir miðillinn að maðurinn hafi haft stöðu grunaðs síðan í sumar en því hafi verið haldið leyndu. Lögreglan vill ekki segja hvað beindi grun að manninum og segir að vegna rannsóknarhagsmuna geti hún ekki tjáð sig um það.

Verjandi mannsins segir að hann segist saklaus af því sem hann er grunaður um.

Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar og hefur meðal annars hlotið refsidóma fyrir nauðgun og fjársvik.

Fyrir voru Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, og hinn svokallaði rafmyntamaður með stöðu grunaðs í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti