fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

„Nostradamus nútímans“ segir að þriðja heimsstyrjöldin brjótist fljótlega út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 05:59

Nostradamus. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athos Salomé, frá Brasilíu, segist geta spáð fyrir um framtíðina og segist meðal annars hafa spáð fyrir um andlát Elísabetar II, COVID-19 og meira að segja tilraun Elon Musk til að kaupa Twitter. Hann segir að þriðja heimsstyrjöldin sé nú yfirvofandi.

Mirror segir að Athos hafi verið kallaður „Nostradamus nútímans. Hann er 36 ára og hefur að sögn spáð rétt fyrir um margt.

Í samtali við the Daily Star vísaði hann því á bug að hann sé svikahrappur og segist ekki vera seiðkarl. „Vísindin eru farin að sanna að hæfileikar mínir eru raunverulegir. Fyrir nokkrum mánuðum fóru ég og spádómar mínir í gegnum tæknigreiningu og ekkert kom fram sem sýndi að ég hefði rangt við,“ sagði hann.

Hann sagðist hafa verið 12 ára þegar hann áttaði sig á að hann var öðruvísi en annað fólk, mun næmari og heyrði, fann og talaði um hluti sem hann hafði enga stjórn á.

„Stundum hafði ég efasemdir um mig sjálfan þegar ég sagði fyrir um hluti sem ólíklegt var að myndu gerast, en þeir rættust síðan skömmu síðar,“ sagði hann.

Hvað varðar spurninguna um hvaðan þessi hæfileiki hans er kominn segir hann ekki í neinum vafa að hann sé frá guði kominn og sígaunauppruna hans sjálfs.

Hann sagði að 2012 hafi hann spáð fyrir um heimsfaraldur sem myndi skella á heimsbyggðinni 2020. 44 dögum áður en Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gaf her sínum fyrirmæli um að ráðast inn í Úkraínu spáði Athos fyrir um það að eigin sögn.

Hann birti færslu á Instagram þar sem hann sagði að leiðtogi myndi fæðast á milli „22, 44 og/eða 66“ og að hann myndi ýta þeim til hliðar sem eru ekki sammála ákvörðunum hans. Hann segir að þessi færsla hafi spáð fyrir um tilraun Elon Musk til að kaupa Twitter. Hann hafi gert kauptilboð 22. apríl upp á 44 milljarða dollara plús einkaflugvél sína sem sé metin á 66 milljónir dollara.

Þann 28. mars 2022 skrifaði hann að banaslys yrði þegar slys yrði meðal áhorfenda þegar áhorfendapallar myndu hrynja. Sú spá hans rættist að sögn í júlí þegar fjórir létust á nautaati í Tolima í Kólumbíu.

Hann segist einnig hafa spáð fyrir um andlát Elísabetar II árið 2022 og að þriðja heimsstyrjöldin hefjist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum