fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Býflugur „telja“ frá vinstri til hægri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. október 2022 14:15

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Býflugur raða tölum upp eftir stærð frá vinstri til hægri. Lægsta talan er lengst til vinstri og síðan fara þær hækkandi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær styðja umdeilda kenningu um að það sé innbyggt í öll dýr, þar á meðal menn, að raða tölum upp frá vinstri til hægri, jafnvel þótt þau kunni ekki að telja.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vestrænar rannsóknir hafi leitt í ljós að börn byrji að raða auknu magni upp frá vinstri til hægri áður en þau læra að telja. Á hinn bóginn hefur hið gagnstæða komið fram í rannsóknum sem hafa beinst að fólki sem les frá hægri til vinstri.

Martin Giurfa, prófessor við Paul Sabatier háskólann í Toulouse í Frakklandi, sagði að enn sé rætt um hvort þessi hæfileiki sé menningarlegs eðlis eða meðfæddur.

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að nýburar  og sum hryggdýr, þar á meðal prímatar, raði stærðum upp frá vinstri til hægri.

Girufa, stýrði rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, þar sem leitast var við að finna út hvort það sama eigi við um skordýr. Tilraunir voru gerðar á býflugum í þessu skyni. Giurfa sagði að áður hafi verið sýnt fram á að býflugur kunni að telja, að minnsta kosti upp að fimm. Þær vinna einnig á mismunandi hátt úr upplýsingum í báðum heilahvelum sínum. Þennan hæfileika virðast þær eiga sameiginlegan með mönnum.

Í rannsókninni voru hunangsflugur látnar fljúga inn í trékassa. Síðan var sykurvatn notað til að lokka flugurnar til að velja mynd, sem sýndi hluti fasta við veggi kassans. Fjöldi hlutanna var síðan sá sami fyrir hverja flugu en var mismunandi á milli hópa, fjöldinn var einn, þrír eða fimm. Lögun þeirra var hringlaga, ferhyrndir eða þríhyrndir.

Flugurnar voru síðan þjálfaðar í að fljúga að þeirra tölu. Að því loknu fjarlægðu vísindamennirnir tölurnar og settu annan fjölda hluta á hvora hlið kassans og höfðu miðjuna auða. Því næst fjarlægðu þeir sykurvatnið og fylgdust með hvorum megin flugurnar fóru.

80% þeirra flugna, sem höfðu verið þjálfaðar til að velja þrjá hluti, fóru til vinstri þegar þeim var bara boðinn einn hlutur bæði hægra og vinstra megin en til hægri þegar þeim voru boðnir fimm hlutir eða fleiri báðum megin.

Þær sem voru þjálfaðar til að fara að einum hlut fóru til hægri að þremur en þær sem voru þjálfaðar til að fara að fimm hlutum fóru til vinstri að þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár