fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Musk búinn að kaupa Twitter – Rak alla æðstu yfirmenn fyrirtækisins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 04:44

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk er nú orðinn eigandi samfélagsmiðilsins Twitter eftir margra mánaða deilur á milli hans og fyrirtækisins varðandi kaup hans á því. Fyrsta verk Musk, eftir að hann keypti meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu, var að reka alla æðstu yfirmenn þess.

Musk greiðir 44 milljarða dollara fyrir hlutabréfin í fyrirtækinu. Hann hafði staðið í mánaðarlöngum deilum við stjórnendur þess um fjölda falskra aðganga og fullyrðingar uppljóstrara að stjórnendur Twitter hefðu blekkt eftirlitsaðila hvað varðar öryggishættur sem steðja að miðlinum.

Sky News segir að fyrsta verk Musk, eftir að gengið var frá kaupum hans á Twitter, hafi verið að reka alla æðstu yfirmenn fyrirtækisins en hann sakar þá um að hafa blekkt hann varðandi fjölda falskra aðganga á miðlinum.

Hann rak Parag Agrawal, forstjóra, Ned Segal, fjármálastjóra, og Vijaya Gadde, yfirmann lögfræðisviðs, að því er fregnir herma. Sky News segir að fregnir hafi borist af því að Agrawal og Segal hafi verið í höfuðstöðvum Twitter í San Francisco þegar gengið var frá samningnum og hafi þeim strax verið fylgt út úr byggingunni.

Musk birti að sjálfsögðu færslu á Twitter eftir að gengið var frá kaupunum og sagði: „the bird is freed“ (fuglinn er frelsaður) og á þar við að gengið hafi verið frá kaupunum.

Musk segist ekki hafa keypt Twitter til að græða heldur til að „hjálpa mannkyninu, sem ég elska“.

Hann segist vilja sigrast á fölskum aðgöngum á Twitter sem moka út færslum, opinbera algóriþmana sem ákveða hvaða efni birtist notendum og koma í veg fyrir að miðillinn verði bergmálshellir haturs og sundurlyndis en um leið ætlar hann að halda ritskoðun í lágmarki.

Hann hefur ekki skýrt frá hvernig hann ætlar að ná þessum markmiðum eða hver muni stýra fyrirtækinu. Hann hefur gefið í skyn að hann muni fækka starfsmönnum en um 7.500 manns starfa hjá Twitter. Áður hefur komið fram að hann hafi sagst vonast til að geta fækkað þeim um þriðjung.

Margir óttast að hatursræða og ólöglegt efni muni færast í vöxt á Twitter því Musk hefur í hyggju að skera niður í eftirliti með innihaldinu á miðlinum. Hann hefur oft rætt um trú sína á „algjöru tjáningarfrelsi“ og gefið í skyn að hann muni leyfa fólki, sem hefur verið útilokað frá Twitter, að snúa aftur. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“