Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg hjá mörgum Dönum og var mikið fjallað um hana í fjölmiðlum. Drottningin tjáði sig stuttlega um ákvörðunina og sagði hana vera tekna þar sem hún vilji tryggja að sú stofnun sem konungsfjölskyldan sé, tútni ekki of mikið út, sé mögur. Það sé í takt við þróunina og sömu leið hafi aðrar evrópskar konungsfjölskyldur farið.
Í gær bar svo við að Friðrik krónprins tjáði sig í fyrsta sinn um ákvörðun móður sinnar. Hann ræddi þá við B.T. og sagði meðal annars: „Það er ósætti í fjölskyldu minni, sem er ekki nýtt. Í mörgum fjölskyldum kemur upp ósætti í gegnum tíðina. Nú er það staðan í fjölskyldu minni.“
Hann sagðist vera í sambandi við Jóakim bróður sinn af og til.
Hann sagði ítrekað að hann styðji ákvörðun móður sinnar: „Ég vil sjálfur að danska konungsdæmið verði magurt í framtíðinni, af þeim sökum styð ég ákvörðun móður minnar.“