fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sjö metra kyrkislanga gleypti konu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 12:00

Þessi er nú bara stubbur miðað við risaslönguna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn leysti indónesíska lögreglan ráðgátuna um hvað varð um hina 54 ára Jahrah sem fór til vinnu á sunnudaginn en sneri ekki heim að vinnudeginum loknum. Hún starfaði á plantekru á Súmötru.

The Guardian segir að lík hennar hafi fundist í maga 7 metra langrar kyrkislöngu.

Jahrah fór til vinnu á sunnudagsmorguninn en þegar hún skilaði sér ekki heim tilkynnti eiginmaður hennar hvarf hennar til lögreglunnar. Mikil leit hófst þá og tók eiginmaður hennar þátt í henni. Hann fann skó hennar, jakka og verkfæri á plantekrunni.

Daginn eftir sást stór kyrkislanga á svæðinu og vaknaði strax grunur um að hún hefði orðið Jahrah að bana.

Hún var handsömuð og drepin. Þegar magi hennar var ristur upp fannst lík Jahrah að sögn lögreglunnar. TV2 skýrir frá þessu.

Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær bíta fórnarlömb sín samt sem áður yfirleitt áður en þær vefja sig utan um þau og kyrkja. Þær velja sér yfirleitt lítil dýr sem bráð, sjaldgæft er að þær ráðist á fólk en það gerist þó öðru hvoru.

Fyrir fjórum árum gleypti kyrkislanga konu á indónesísku eyjunni Muna. Ári áður gleypti kyrkislanga bónda á eyjunni Sulawesi.

Kyrkislöngur halda yfirleitt til í regnskógum og fenjamýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“