Sky News skýrir frá þessu og segir að páfinn hafi sagt að svo margt fólk, þar á meðal prestar og nunnur, láti undan freistingunni og horfi á klám, djöfullinn læðist þarna að þeim.
Hann sagðist ekki aðeins eiga við „glæpsamlegt klám eins og barnaníð“ heldur einnig „venjulegt klám“.
Hann hvatti prestnema til að eyða slíkum vefsíðum úr símum sínum til að þeir séu „ekki með freistinguna í höndinni“.
Hann hvatti fólk til að nota farsíma sína vel í stað þess að láta þá trufla sig stöðugt með fréttum og tónlist.
Hann sagðist hafa fengið farsíma þegar hann varð biskup fyrir 30 árum og hafi síminn verið á stærð við skó. Hann sagðist aðeins hafa hringt í systur sína áður en hann skilaði símanum.