fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Norðurkóreskur flóttamaður fannst eftir eitt ár – Lá látin í vetrarfatnaði heima hjá sér

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 19:01

Frá Suður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fannst lík 49 ára norðurkóreskrar konu á heimili hennar í Seoul í Suður-Kóreu. Þar hafði hún búið síðan 2002 þegar henni tókst að flýja frá Norður-Kóreu. Líkið var mjög rotið og var í vetrarfatnaði. Út frá klæðnaðinum telur lögreglan að konan hafi verið látin í eitt ár.

Independent skýrir frá þessu.

Konunni hafði tekist vel upp við að aðlaga sig að lífinu í Suður-Kóreu og var oft nefnd sem dæmi um vel heppnaða aðlögun flóttafólks frá Norður-Kóreu að suðurkóresku samfélagi.

Hún starfaði hjá Korea Hana stofnuninni sem er opinber stofnun sem hefur það verkefni að styðja flóttamenn frá Norður-Kóreu við að aðlagast suðurkóresku samfélagi.

Lík konunnar fannst þegar starfsfólk leigufélagsins, sem hún leigði hjá, reyndi að ná sambandi við hana til að endurnýja leigusamning hennar.

Lögreglan segir að lík hennar verði nú krufið til að reyna að komast að hvað varð henni að bana.

Frá 1998 hafa rúmlega 33.000 manns flúið til Suður-Kóreu frá Norður-Kóreu. Ekki er vitað hversu margir hafa reynt að flýja en ekki náð á áfangastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga