Independent skýrir frá þessu.
Konunni hafði tekist vel upp við að aðlaga sig að lífinu í Suður-Kóreu og var oft nefnd sem dæmi um vel heppnaða aðlögun flóttafólks frá Norður-Kóreu að suðurkóresku samfélagi.
Hún starfaði hjá Korea Hana stofnuninni sem er opinber stofnun sem hefur það verkefni að styðja flóttamenn frá Norður-Kóreu við að aðlagast suðurkóresku samfélagi.
Lík konunnar fannst þegar starfsfólk leigufélagsins, sem hún leigði hjá, reyndi að ná sambandi við hana til að endurnýja leigusamning hennar.
Lögreglan segir að lík hennar verði nú krufið til að reyna að komast að hvað varð henni að bana.
Frá 1998 hafa rúmlega 33.000 manns flúið til Suður-Kóreu frá Norður-Kóreu. Ekki er vitað hversu margir hafa reynt að flýja en ekki náð á áfangastað.