fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fundnir sekir um að hafa ætlað að ræna ríkisstjóranum í Michigan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 07:06

Gretchen Whitmer. Mynd: EPA-EFE/RENA LAVERTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Michigan komst í gær að þeirri niðurstöðu að þrír karlmenn hafi aðstoðað við framkvæmd áætlunar sem gekk út á að nema ríkisstjórann, Gretchen Whitmer, á brott í október 2020. Samkvæmt ákæru voru mennirnir félagar í herskáum samtökum sem heita Wolverine Watchmen.

Samtökin höfðu í hyggju að brjótast inn í sumarhús Whitmers, nema hana á brott og færa fyrir „dómstól“ þar sem hún yrði ákærð fyrir landráð.

Mennirnir voru meðal annars ósáttir við harðar sóttvarnaaðgerðir sem Whitmer, sem er Demókrati, hafði staðið fyrir í Michigan.

Refsing þremenninganna verður kveðinn upp þann 15. desember en þeir eiga allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér, hver og einn.

Í kjölfar dómsins tjáði Whitmer sig um hann á Twitter og sagðist ekki láta þær hótanir og orðalag, sem kom fram við réttarhöldin, hafa áhrif á sig. „Þessi dómur er enn ein sönnun þess að ofbeldi og hótanir eiga ekki heima í stjórnmálum,“ skrifaði hún.

Í ágúst voru tveir menn sakfelldir fyrir sinn þátt í málinu. Þeir voru fundnir sekir um að hafa reynt að koma nýrri borgarastyrjöld af stað með því að ætla að nema Whitmer á brott. Þeir, sem voru sakfelldir í gær, voru fundnir sekir um að hafa hjálpað tvímenningunum, meðal annars með því að útvega þeim vopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim