Samtökin höfðu í hyggju að brjótast inn í sumarhús Whitmers, nema hana á brott og færa fyrir „dómstól“ þar sem hún yrði ákærð fyrir landráð.
Mennirnir voru meðal annars ósáttir við harðar sóttvarnaaðgerðir sem Whitmer, sem er Demókrati, hafði staðið fyrir í Michigan.
Refsing þremenninganna verður kveðinn upp þann 15. desember en þeir eiga allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér, hver og einn.
Í kjölfar dómsins tjáði Whitmer sig um hann á Twitter og sagðist ekki láta þær hótanir og orðalag, sem kom fram við réttarhöldin, hafa áhrif á sig. „Þessi dómur er enn ein sönnun þess að ofbeldi og hótanir eiga ekki heima í stjórnmálum,“ skrifaði hún.
Í ágúst voru tveir menn sakfelldir fyrir sinn þátt í málinu. Þeir voru fundnir sekir um að hafa reynt að koma nýrri borgarastyrjöld af stað með því að ætla að nema Whitmer á brott. Þeir, sem voru sakfelldir í gær, voru fundnir sekir um að hafa hjálpað tvímenningunum, meðal annars með því að útvega þeim vopn.