fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þessar matvörur geta verið mun hættulegri en áður hefur verið talið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 16:00

THC olía á ekki heima á pitsum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru úti um allt og eru einföld og fljótleg lausn á annasömum dögum. En það getur mun meiri hætta fylgt því að borða mikið unnin matvæli en áður var talið.

Neysla mikið unninna matvara fer vaxandi víða um heim og tölur frá Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum sýna að sums staðar eru mikið unnar matvörur helmingurinn af þeim mat sem fólk kaupir.

En afleiðingarnar af því að borða mat af þessu tagi geta verið meiri en við höldum. Þetta sýna niðurstöður margra nýlegra rannsókna að sögn Videnskab. Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli mikið unninna matvæla og aukinnar hættu á til dæmis elliglöpum, ótímabærum dauða og krabbameini.

Dæmigerð mikið unnin matvæli eru gosdrykkir, tilbúnir réttir, nasl og kökur. En vörur, með langan endingartíma, falla líka undir þessa skilgreiningu. Þar má nefna brauð, eftirrétti, ákveðnar pylsutegundir og ýmsar morgunkorntegundir.

Margar af þessum vörum eiga það sameiginlegt að mikið er af aukaefnum í þeim, til dæmis bragðefnum, rotvarnarefnum og litarefnum.

Þess utan fara þær í gegnum ýmis stig í framleiðsluferlinu. Þessi ferli eyðileggja hina náttúrulegu uppbyggingu innihaldsins og ýta mikilvægum næringarefnum, til dæmis vítamínum og trefjum, út úr matnum.

Þetta getur haft mikil áhrif á heilbrigði okkar. Í rannsókn, sem British Medical Association, gerði tóku 22.895 fullorðnir Ítalir og Bretar þátt. Í ljós kom að þeir sem borðuðu mikið unnar kjötvörur voru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma og að deyja ótímabærum dauða af hvaða ástæðu sem var.

Í annarri rannsókn, sem vísindamenn við Harvard og Tuft háskólana gerðu, kom í ljós að karlar, sem innbyrtu mikið af unnum matvælum, voru 29% líklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm. Það vakti sérstaka athygli að líkurnar á ótímabærum dauða og krabbameini voru enn miklar þegar búið var að taka tillit til næringarinnihalds matvælanna. Það er sem sagt ekki nóg að bæta öðrum matvælum, sem innihalda rétta næringu, við mataræðið. Það er eitthvað annað sem á hlut að máli.

Í þriðju rannsókninni voru gögn um 72.083 fullorðna Breta skoðuð. Í ljós kom að hugsanleg tengsl voru á milli neyslu á mjög unnum kjötvörum og aukinnar hættu á elliglöpum.

Vísindamenn vita ekki hvað veldur þessum auknu líkum á elliglöpum, ótímabærum dauða og krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?