fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Tengja lægri fæðingartíðni í Evrópu við sóttvarnaraðgerðir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 15:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2021 var fæðingartíðnin í Evrópu 14% lægri en í sömu mánuðum árin á undan. Talið er líklegt að ástæðuna megi rekja til fyrstu bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Janúar 2021 var einmitt níu til tíu mánuðum eftir að gripið var til víðtækra sóttvarnaaðgerða víðast hvar í álfunni, víða með tilheyrandi stöðvun á samfélagsstarfsemi.

BBC fjallar um málið og nýja rannsókn þar sem þetta kemur fram. Segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að langvarandi stöðvun samfélagsstarfsemi hafi haft færri þunganir í för með sér.

Samdrátturinn var algengari í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfið var í vanda og má þar nefna að í Litháen fækkaði fæðingum um 28% og í Rúmeníu um 23%. Á hinnbóginn varð engin breyting í Svíþjóð en þar var ekki gripið til stöðvunar á samfélagsstarfsemi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Human Reproduction.

Vísindamennirnir segja að þetta geti haft „langtímaafleiðingar fyrir lýðfræðilega samsetningu þjóða, sérstaklega í vestanverðri Evrópu þar sem meðalaldurinn fer hækkandi“.

Dr Leo Pomar, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að líklegt sé talið að áhyggjur foreldra af vanda á heilbrigðissviðinu og félagslegum vanda hafi valdið því að fólk hélt aftur af sér við barneignir í fyrstu bylgju faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið