fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Tengja lægri fæðingartíðni í Evrópu við sóttvarnaraðgerðir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 15:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2021 var fæðingartíðnin í Evrópu 14% lægri en í sömu mánuðum árin á undan. Talið er líklegt að ástæðuna megi rekja til fyrstu bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Janúar 2021 var einmitt níu til tíu mánuðum eftir að gripið var til víðtækra sóttvarnaaðgerða víðast hvar í álfunni, víða með tilheyrandi stöðvun á samfélagsstarfsemi.

BBC fjallar um málið og nýja rannsókn þar sem þetta kemur fram. Segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að langvarandi stöðvun samfélagsstarfsemi hafi haft færri þunganir í för með sér.

Samdrátturinn var algengari í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfið var í vanda og má þar nefna að í Litháen fækkaði fæðingum um 28% og í Rúmeníu um 23%. Á hinnbóginn varð engin breyting í Svíþjóð en þar var ekki gripið til stöðvunar á samfélagsstarfsemi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Human Reproduction.

Vísindamennirnir segja að þetta geti haft „langtímaafleiðingar fyrir lýðfræðilega samsetningu þjóða, sérstaklega í vestanverðri Evrópu þar sem meðalaldurinn fer hækkandi“.

Dr Leo Pomar, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að líklegt sé talið að áhyggjur foreldra af vanda á heilbrigðissviðinu og félagslegum vanda hafi valdið því að fólk hélt aftur af sér við barneignir í fyrstu bylgju faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“