fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Stærri en sá sem gerði út af við risaeðlurnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 07:30

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku er Vredefort-gígurinn. Þetta er stærsti gígur sinnar tegundar í heiminum en hann myndaðist við árekstur loftsteins. Þvermál hans er rúmlega 250 kílómetrar.

Loftsteinn skall þarna niður fyrir tveimur milljörðum ára. Út frá nýjum mælingum og reiknilíkönum hafa vísindamenn við Rochester háskólann í Bandaríkjunum reiknað út að gígurinn hafi verið 250 til 280 km í þvermál á sínum tíma. Þar með er gígurinn sá stærsti á jörðinni.

Videnskab skýrir frá þessu og segir að þetta þýði að loftsteinninn hafi verið 20 til 25 km í þvermál og að hraði hans hafi verið allt að 20 km á sekúndu.

Áður var talið að Vredefort-loftsteinninn hafi verið 15 km í þvermál og hafi verið á 15 km hraða á sekúndu þegar hann skall á jörðinni. Það hefði þýtt að hann hefði myndað gíg, sem væri um 172 km í þvermál, við áreksturinn.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að höggþunginn við áreksturinn hafi verið miklu meiri en við árekstur loftsteinsins sem gerði út af við risaeðlurnar fyrir 66 milljónum ára og myndaði Chicxulub-gíginn í Mexíkó. Talið er að þvermál hans hafi verið 10 km.

En það er mikill munur á áhrifum árekstra þessara tveggja loftsteina á lífið hér á jörðinni. Ekki kom til fjöldaútdauða tegunda eða skógarelda við árekstur Vredefort-loftsteinsins því þá voru bara einfrumungar sem lifðu hér og engin tré.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð