fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Henda fimm milljörðum farsíma

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá WEEE Forum þá eru alls um 16 milljarðar farsíma á heimsvísu. Á næsta ári verður um þriðjungi þeirra hent eða teknir úr notkun.

Þetta eru fimm milljarðar farsíma. Ef þeim væri staflað ofan á hver annan myndi staflinn vera rúmlega 50.000 km hár. Til samanburðar má geta þess að Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðina í 400 km hæð.

WEEE Forum eru samtök 46 mismunandi samtaka sem hafa það að markmiði að takast á við ábyrgð framleiðenda á rafmagnstækjum sem eru tekin úr notkun.

Pascal Leroy, forstjóri WEEE Forum, segir að eitt af stóru vandamálunum sé að farsímar séu oft bara settir ofan í skúffu í stað þess að vera endurunnir. Hann sagði að snjallsímar séu eitt þeirra raftækja sem valdi fólki hjá WEEE Forum mestum áhyggjum. Margir farsímar innihaldi verðmæta málma á borð við gull, silfur og kopar og það sé því góð hugmynd að endurvinna þá.

Ef þessir verðmætu málmar séu ekki endurnýttir þá þurfi að grafa þá upp úr námum í Kína eða Kongó.

Farsímar eru þó aðeins lítill hluti af heildarmagni raftækja sem hætt er að nota ár hvert. Í skýrslu frá 2020 kemur fram að árlega séu 44 milljónir tonna af raftækjum ekki endurnýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi