fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Henda fimm milljörðum farsíma

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá WEEE Forum þá eru alls um 16 milljarðar farsíma á heimsvísu. Á næsta ári verður um þriðjungi þeirra hent eða teknir úr notkun.

Þetta eru fimm milljarðar farsíma. Ef þeim væri staflað ofan á hver annan myndi staflinn vera rúmlega 50.000 km hár. Til samanburðar má geta þess að Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðina í 400 km hæð.

WEEE Forum eru samtök 46 mismunandi samtaka sem hafa það að markmiði að takast á við ábyrgð framleiðenda á rafmagnstækjum sem eru tekin úr notkun.

Pascal Leroy, forstjóri WEEE Forum, segir að eitt af stóru vandamálunum sé að farsímar séu oft bara settir ofan í skúffu í stað þess að vera endurunnir. Hann sagði að snjallsímar séu eitt þeirra raftækja sem valdi fólki hjá WEEE Forum mestum áhyggjum. Margir farsímar innihaldi verðmæta málma á borð við gull, silfur og kopar og það sé því góð hugmynd að endurvinna þá.

Ef þessir verðmætu málmar séu ekki endurnýttir þá þurfi að grafa þá upp úr námum í Kína eða Kongó.

Farsímar eru þó aðeins lítill hluti af heildarmagni raftækja sem hætt er að nota ár hvert. Í skýrslu frá 2020 kemur fram að árlega séu 44 milljónir tonna af raftækjum ekki endurnýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum