fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Myndband sýnir háhyrninga elta og drepa hvíthákarl

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. október 2022 21:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segja að upptaka, sem var gerð undan strönd Suður-Afríku, staðfesti að háhyrningar  veiði hvíthákarla. Hegðun af þessu tagi hafði aldrei fyrr náðst á myndband úr lofti.

Hópur háhyrninga sést elta hákarla í klukkustund undan strönd Mossel Bay sem er hafnarbær í Western Cape héraðinu.

Alison Tower, hákarlasérfræðingur hjá Marine Dynamics Acadeym í Gansbaai, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hún segir að hegðun af þessu tagi hafi aldrei áður sést í svona miklum smáatriðum og örugglega aldrei úr lofti.

Myndbandið var tekið upp í maí. Á því sést þegar fimm háhyrningar elta og drepa hvíthákarl. Vísindamenn telja að háhyrningarnir hafa drepið þrjá hvíthákarla til viðbótar í þessari veiðiferð sinni.

Simon Elsen, sjávardýrafræðingur og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að háhyrningar séu mjög greind dýr og félagslynd. Veiðiaðferðir hópsins geri þá að ótrúlega skilvirkum rándýrum.

Áður var vitað að háhyrningar, sem eru topprándýr sjávarins, veiða aðrar hákarlategundir en lítið var um sannanir fyrir árásum þeirra á hvíthákarla.

Í rannsókninni var ekki skoðað hvað liggur að baki þessari hegðun.

Vitað var að einn háhyrninganna hafði ráðist á hvíthákarla áður. Vísindamennirnir telja að þetta bendi til að árásir af þessu tagi séu að breiðast út en fyrri rannsóknir hafa sýnt að háhyrningar geta lært af hver öðrum. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að hákarlar hafi horfið af svæðinu eftir árásina og hafi aðeins einn hvíthákarl sést þar næstu 45 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni