Mengaðar öreindir hafa fundist í lungum, lifur og heila fóstra, löngu áður en þau tóku fyrsta andardráttinn. Vísindamenn segja að þetta sé „mikið áhyggjuefni“ því meðganga sé viðkvæmasta þroskatímabil fólks. The Guardian skýrir frá þessu.
Fram kemur að mörg þúsund svartar koldíoxíð öreindir hafi fundið í hverjum kúbikmillimetra vefs í mæðrunum. Þær hafi andað öreindunum að sér á meðgöngunni og síðan hafi þær borist með blóði til fóstranna.
Áður var vitað að óhreint loft tengist auknum líkum á fósturláti, fyrirburafæðingum, lítill þyngd við fæðingu og truflunar á þroska heilans.
Niðurstöður nýju rannsóknarinnar eru bein sönnun þess hvaða skaða mengun getur valdið. Vísindamennirnir segja að mengun geti haft ævilöng áhrif.
Umræddar öreindir koma úr sóti sem myndast við brennslu jarðefnaeldsneytis.