Í myndbandinu, sem Kurteeva birti á Instagram, sést hún fjarlægja linsurnar úr auga konu. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fengið mörg hundruð þúsund áhorf.
Í færslu Kurteeva kemur fram að konan hafi sett nýjar linsur í sig 23 daga í röð án þess að taka eldri linsur úr fyrst.
Á upptökunni sést í nærmynd þegar Kurteeva fjarlægir linsurnar af mikilli varkárni úr auga konunnar.
Í færslunni sagði hún að linsurnar hafi í raun verið límdar saman eftir að hafa verið undir augnlokinu í einn mánuð.