Ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er ekki endilega svo. Um litla rannsókn er að ræða og eru niðurstöður hennar að það sé nóg að borða minna af prótínum, sem eru meðal annars í kjöti, fiski, osti, eggjum og hnetum, ef maður vill draga úr líkunum á ýmsum sjúkdómum sem geta valdið sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Videnskab skýrir frá þessu.
Þetta þýðir einfaldlega að ekki þarf að borða minna eða innbyrða færri hitaeiningar. Það á bara að borða minna prótín.
Jonas Thue Treebak, sem er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að sumir þátttakendanna í tilrauninni hafi verið með sykursýki 2 en hafi losnað við hana með því að fylgja þessu.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nutrients.
Treebak sagði að rannsóknin sýni að það að draga prótínneysluna saman um helming dugi til að ná eiginlega sömu niðurstöðu og að takmarka hitaeininganeysluna.