fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kjötétandi baktería herjar í Flórída

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 05:30

Sumar bakteríur eru stórhættulegar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur vikum síðan reið fellibylurinn Ian yfir Flórída. Í kjölfarið hefur kjötétandi baktería herjað  í Lee-sýslu. Þar hafa 29 greinst með sjúkdóminn og fjórir hafa látist.

BBC skýrir frá þessu. Það er bakterían Vibrio vulnificus sem á í hlut.

BBC segir að allir þeir 29, sem hafa greinst með sjúkdóminn, hafi greinst eftir að fellibylurinn gekk yfir.

Sýkingar af völdum Vibrio vulnificus geta orðið ef bakteríurnar komast inn í líkamann í gegnum opin sár. Bakteríurnar lifa í heitu sjóblönduðu vatni eins og flóðavatnið í Flórída er.

Talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Lee-sýslu, segir að óeðlileg aukning hafi orðið á smitum af völdum Vibrio vulnifus í kjölfar fellibylsins.

Sunnan við Lee ser Collier-sýsla. Þar hafa þrjú tilfelli greinst sem eru talin tengjast fellibylnum.

Í heildina hafa 11 látist af völdum bakteríunnar í Flórída það sem af er ári. Í heildina hafa 65 smit greinst og telja yfirvöld að um helmingur þeirra hafi komið upp í kjölfar fellibylsins.

Vibrio vulnificus er þekkt sem kjötétandi baktería. Einn af hverjum fimm, sem smitast, lifir veikindin ekki af. Sjúkdómsferlið er mjög hratt og venjulega líða aðeins einn eða tveir dagar þar til sjúklingurinn deyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“