Þetta segja bresku neytendasamtökin Which? og vísa í niðurstöður nýrrar rannsóknar.
Niðurstöðurnar sýna að milljónir Breta sleppa úr máltíðum og tæplega helmingur þjóðarinnar borðar minna af hollum mat en áður vegna þess hversu mikið matarverð hefur hækkað.
Af þeim sem sögðust eiga í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman, sögðust 50% sleppa úr máltíðum. Tæplega helmingur sagðist eiga erfiðara með að kaupa hollan mat vegna verðsins.
Mirror hefur eftir Sue Davies, hjá Which?, að stórmarkaðir gegni mikilvægu hlutverki á þessum erfiðu tímum við að styðja við bakið á viðskiptavinum sínum. Með því að tryggja aðgengi allra að ódýrum vörumerkjum sem séu einnig holl, með því að gefa neytendum tækifæri á að bera verð á vörum saman svo þeir geti séð hvað séu bestu kaupin og að tilboð beinist að fólki sem sé í mestri þörf fyrir aðstoð geti stórmarkaðirnir hjálpað viðskiptavinum sínum að komast í gegnum þá erfiðu mánuði sem eru fram undan.