Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn séu hikandi við að nota orðið „lækna“ í tengslum við krabbamein en Sahin og Tureci hafa hugsanlega þróað bóluefni sem getur barist við krabbameinsfrumur og læknað að stórum hluta.
Sahin og Tureci, sem eru hjón, hafa fundið nýjar aðferðir til að takast á við krabbameinsfrumur.
Þau segja að sá árangur sem náðist við notkun mRNA-tækninnar við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni komi að góðum notum við vinnu við bóluefni gegn krabbameini.
Hefðbundin bóluefni innihalda smávegis af veirunni sem er verið að bólusetja gegn en mRNA-bóluefni notast hins vegar aðeins við erfðauppbyggingu veirunnar.
Þegar þessu er sprautað inn í líkamann getur líkaminn framleitt mótefnisvaka og byggt ónæmiskerfið upp þannig að það geti tekist á við sjúkdóminn.