Í umfjöllun Sky News kemur fram að niðurstöður rannsóknarinnar eigi við malað kaffi, skyndikaffi og koffínlaust kaffi. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, leggja til að kaffineysla verði álitin hluti af heilbrigðum lífsstíl.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í European Journal of Preventative Cardiology. Eftir því sem kemur fram í henni þá fengust bestu áhrifin af kaffidrykkju við að drekka tvo til þrjá bolla á dag.
Þegar kaffidrykkja var borin saman við að drekka ekki kaffi voru 11 til 27% minni líkur á að andláti, á því 12,5 ára tímabili sem rannsóknin náði yfir, hjá þeim sem drukku kaffi. Líkurnar voru mismunandi eftir hvernig kaffi var drukkið.
Peter Kistler, höfundur rannsóknarinnar, sagði að niðurstaðan bendi til að hófleg neysla kaffis eigi að vera talin hluti af heilbrigðum lífsstíl.