CBC skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt mati Benchmark Mineral Intelligence þá þurfi að minnsta kosti 384 nýjar námur til að vinna liþíum, grafít, nikkel og kóbalt til að nota í rafhlöður rafmagnsbíla.
Fyrirtækið segir að það tekst að endurvinna efnin, sem eru notuð í rafhlöður, í stórum stíl þá þurfi að opna 336 nýjar námur.
Að kóbalt undanteknu þá er nóg af fyrrgreindum málmum í jörðinni til að mæta eftirspurn en það getur tekið mörg ár að koma einni námu í gang. Hvað varðar kóbalt þá þarf ekki að nota það í allar tegundir rafhlaða.