fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Mikil fjölgun krabbameinstilfella hjá fólki undir fimmtugu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 18:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1990 hefur tilfellum krabbameins hjá fólki undir fimmtugu fjölgað mikið um allan heim. Vísindamenn telja að staðan fari versnandi með hverri kynslóð og telja sig sjá breytingar í sjúkdómsmynstrinu. Eitthvað hafi gerst og afleiðingarnar séu alvarlegar.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Reviews Clinical Oncology. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

„Við komumst að því að hættan eykst með hverri kynslóð. Til dæmis sjáum við að fólk fætt 1960 var líklegra til að fá krabbamein fyrir fimmtugt en fólk fætt 1950, „sagði Shuji Ogino, sem kom að gerð rannsóknarinnar.

Vísindamennirnir segja það ekki hafa komið beint á óvart að tilfellum hafi fjölgað. Strax á fimmta og sjötta áratugnum hafi alvarlegar vísbendingar um þessa þróun komið fram.

Vísindamennirnir köfuðu djúpt ofan í fyrri rannsóknir og greindu 14 ólíkar tegundir krabbameins, meðal annars brjóstakrabbamein, lifrarkrabbamein og beinmergskrabbamein. Tilfellum af krabbameinum af þessum tegundum, og fleiri til, fjölgaði hjá fólki undir fimmtugu á árunum 2000 til 2012.

Vísindamennirnir leituðu einnig að hugsanlegum áhættuþáttum tengdum þessum tegundum krabbameins. Þeir vildu einfaldlega komast að hvor tilfellum krabbameins í „ungu fólki“ fari fjölgandi um allan heim. Niðurstaðan er að svo er, að minnsta kosti frá 1990.

Þegar því er velt upp hvað hafi breyst er ein skýringin að fleiri fari í rannsóknir nú en áður. Það eigi sinn þátt í að fleiri tilfelli komi í ljós snemma.

En það virðist ekki vera eina skýringin, sérstaklega í ljósi þess að tilfellum hjá ungu fólki hefur einnig fjölgað í löndum þar sem krabbameinsskoðanir eru ekki eins aðgengilegar og í mörgum öðrum löndum.

Segja höfundar rannsóknarinnar að það virðist einfaldlega vera þannig að tilfellum krabbameins fari fjölgandi.

Vísbendingar um af hverju þessi þróun á sér stað benda allar í sömu átt. Lífshættir fólks hafa breyst síðan á sjötta áratugnum. Vísindamennirnir benda sérstaklega á lífsstílsvenjur og mataræði. Vísbendingarnar benda í þessa átt. Það sem við innbyrðum hefur áhrif á meltingarkerfið okkar.

Benda vísindamennirnir sérstaklega á næringu, lífsstíl, notkun sýklalyfja og sýkingar í meltingarvegi.

Af þeim 14 krabbameinum, sem vísindamennirnir rannsökuðu, kom í ljós að átta tengjast meltingarveginum. „Maturinn sem við borðum „elur“ örverurnar í þörmunum. Mataræðið okkar hefur bein áhrif á samsetningu þeirra og að lokum geta þessar breytingar haft áhrif á líkurnar á að fá sjúkdóma,“ sagði Tomotaka Ugai, hjá læknadeild Harvard háskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé