Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um málið að sögn the Guardian. Fram kemur að magnið sé tvöfalt meira en áður var talið. Árlega flytja aðildarríkin 138 milljónir tonna af mat inn frá útlöndum.
Magn hveitis, sem er sóað í ESB, er tæplega helmingur þess magns sem flutt er út frá Úkraínu og fjórðungur af öðrum kornútflutningi ESB.
Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, sem gerði rannsóknina, sagði að á tímum hás matvælaverðs og framfærslukostnaðar sé hneyksli að aðildarríki ESB hendi hugsanlega meiri mat en er fluttur inn til aðildarríkjanna. Nú sé ESB í dauðafæri til að setja sér lagalega bindandi markmið um að draga úr matarsóun um helming fyrir 2030 og með því leggja sitt af mörkum til að takast á við loftslagsbreytingarnar og styrkja fæðuöryggi.