fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

153 milljónum tonna af mat er hent í ESB árlega – Meira en er flutt inn til aðildarríkjanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 10:30

Miklu magni af mat er hent árlega. Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega er 153 milljónum tonna af mat hent í aðildarríkjum ESB. Þetta er meira magn en er flutt inn til aðildarríkjanna. Með því að taka á þessari miklu matarsóun væri hægt að taka hækkun matarverðs föstum tökum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um málið að sögn the Guardian. Fram kemur að magnið sé tvöfalt meira en áður var talið. Árlega flytja aðildarríkin 138 milljónir tonna af mat inn frá útlöndum.

Magn hveitis, sem er sóað í ESB, er tæplega helmingur þess magns sem flutt er út frá Úkraínu og fjórðungur af öðrum kornútflutningi ESB.

Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, sem gerði rannsóknina, sagði að á tímum hás matvælaverðs og framfærslukostnaðar sé hneyksli að aðildarríki ESB hendi hugsanlega meiri mat en er fluttur inn til aðildarríkjanna. Nú sé ESB í dauðafæri til að setja sér lagalega bindandi markmið um að draga úr matarsóun um helming fyrir 2030 og með því leggja sitt af mörkum til að takast á við loftslagsbreytingarnar og styrkja fæðuöryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“