fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Nýtt bóluefni veitir viðvarandi vörn gegn öllum helstu afbrigðum kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt bóluefni, sem er á tilraunastigi hjá lyfjafyrirtækinu Bavarian Nordics, veitir viðvarandi vörn gegn kórónuveirunni mánuðum saman og gegn öllum helstu afbrigðum veirunnar.

Þetta er niðurstaða greiningar sem var gerð sex mánuðum eftir annað stig tilrauna með bóluefnið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi kauphöllum. Fram kemur að það sé sérstaklega hvetjandi hversu vel bóluefnið, sem heitir ABNCoV2, virki gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem valda áhyggjum. Sex mánuðum eftir bólusetningu veiti bóluefnið enn mjög góða vörn.

Fram kemur að nýjustu gögn um bóluefnið færi enn frekari rök fyrir því að það verði notað sem örvunarbóluefni því það kalli fram sterk og viðvarandi ónæmisviðbrögð gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem þarf að hafa áhyggjur af, þar á meðal ómíkron.

Á öðru stigi tilraunarinnar var fylgst með 41 einstaklingi í sex mánuði eftir bólusetningu. Magn mótefna hjá þessum hópi var á því stigi að það telst vera 90% virkni.

Þriðja stig tilrauna stendur nú yfir og er reiknað með að niðurstöðurnar liggi fyrir í árslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn