Þetta er niðurstaða greiningar sem var gerð sex mánuðum eftir annað stig tilrauna með bóluefnið.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi kauphöllum. Fram kemur að það sé sérstaklega hvetjandi hversu vel bóluefnið, sem heitir ABNCoV2, virki gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem valda áhyggjum. Sex mánuðum eftir bólusetningu veiti bóluefnið enn mjög góða vörn.
Fram kemur að nýjustu gögn um bóluefnið færi enn frekari rök fyrir því að það verði notað sem örvunarbóluefni því það kalli fram sterk og viðvarandi ónæmisviðbrögð gegn öllum þeim afbrigðum veirunnar sem þarf að hafa áhyggjur af, þar á meðal ómíkron.
Á öðru stigi tilraunarinnar var fylgst með 41 einstaklingi í sex mánuði eftir bólusetningu. Magn mótefna hjá þessum hópi var á því stigi að það telst vera 90% virkni.
Þriðja stig tilrauna stendur nú yfir og er reiknað með að niðurstöðurnar liggi fyrir í árslok.