Daily Mail segir að vísindamennirnir hafi búið til stökkbreytt afbrigði með því að sameina Ómíkron og upprunalega afbrigðið frá Wuhan í Kína. Þetta nýja afbrigði drap 80% þeirra músa sem voru smitaðar með því.
Daily Mail segir að þetta mál sýni að enn sé verið að breyta veirum, meira að segja í Bandaríkjunum, þrátt fyrir áhyggjur af að kórónuveiran hafi hugsanlega átt upptök sín á tilraunastofu.
Shmuel Shapira, einn helsti vísindamaður ísraelskar stjórnvalda, sagði að það eigi að vera algjörlega bannað að gera tilraunir af þessu tagi, það sé verið að leika sér að eldi með þessu.
Kenningar hafa verið á lofti um að veiran, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína, hafi sloppið út af rannsóknarstofu þar í borg. Það hefur þó ekki verið sannað. Flestir hallast að því að hún hafi borist í fólk úr dýrum, líklega leðurblökum.