fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Leikur að eldi“ – Bjuggu til kórónuveiruafbrigði sem banar 80% smitaðra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 05:50

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Boston háskóla hafa verið harðlega gagnrýndir síðustu klukkustundir eftir að þeir skýrðu frá því að þeir hafi búið til nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, sem banar 80% smitaðra. Eru þeir sagðir „leika sér að eldi“.

Daily Mail segir að vísindamennirnir hafi búið til stökkbreytt afbrigði með því að sameina Ómíkron og upprunalega afbrigðið frá Wuhan í Kína. Þetta nýja afbrigði drap 80% þeirra músa sem voru smitaðar með því.

Daily Mail segir að þetta mál sýni að enn sé verið að breyta veirum, meira að segja í Bandaríkjunum, þrátt fyrir áhyggjur af að kórónuveiran hafi hugsanlega átt upptök sín á tilraunastofu.

Shmuel Shapira, einn helsti vísindamaður ísraelskar stjórnvalda, sagði að það eigi að vera algjörlega bannað að gera tilraunir af þessu tagi, það sé verið að leika sér að eldi með þessu.

Kenningar hafa verið á lofti um að veiran, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína, hafi sloppið út af rannsóknarstofu þar í borg. Það hefur þó ekki verið sannað. Flestir hallast að því að hún hafi borist í fólk úr dýrum, líklega leðurblökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga