fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Pressan

Björn réðst á 10 ára dreng – Afinn kom til hjálpar í hjólastólnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 22:00

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var 10 ára drengur að leik í garðinum heima hjá afa sínum og ömmu í Connecticut í Bandaríkjunum. Þá kom svartbjörn inn í garðinn og réðst á drenginn og reyndi að draga hann á brott. Afi drengsins var vitni að þessu og kom honum til hjálpar í hjólastól sínum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að drengurinn hafi verið að leik við trampólín í garðinum þegar björninn kom út úr þykku skóglendi á bak við húsið.

„Ég heyrði hann öskra „björn“ og þegar ég leit upp sá ég fótlegg hans í kjafti bjarnarins sem var að reyna að draga hann yfir lóðina,“ sagði Butler í samtali við dagblaðið Republican-American of Waterbury.

Til að reyna að stökkva birninum á flótta kastaði Butler járnstöng í haus hans. Björninn sleppti drengnum þá en greip síðan aftur um hann með klóm sínum og reyndi að velta honum á bakið.

Nágranni, sem hafði heyrt öskrin í drengnum, kom þá hlaupandi inn í garðinn og náði að stökkva birninum á flótta með hávaða.

Butler og drengurinn komust þá inn í húsið en björninn sneri aftur, gekk upp hjólastólarampinn og starði á þá í gegnum netið í hurðinni. „Við héldum að hann myndi koma í gegnum netið. Það er enginn vafi á að mikil ógn stóð af honum,“ sagði Butler.

Skömmu síðar kom lögreglan á vettvang auk starfsmanna frá ráðuneyti orku- og umhverfisverndarmála og skutu þeir dýrið.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en hann var með áverka á mjöð, för eftir bjarnarklær á bakinu og hafði verið bitinn í fótlegg og ökkla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu