Í Bretlandi er svokölluð Zoe Health Study rannsókn sífellt í gangi en í henni er gögnum um veiruna og útbreiðslu hennar safnað stöðugt með því að nota niðurstöður sýnatöku og upplýsingar frá sjúklingum um þau einkenni sem þeir finna fyrir.
Mirror segir að samkvæmt nýjustu gögnum þá séu eftirtalin einkenni þau algengustu þessa dagana.
Hálsbólga – 63,5%
Nefrennsli – 53,04%
Höfuðverkur – 53,02%
Stíflaðar nasir – 52,47%
Slímlaus hósti – 52,06%
Hnerri – 47,02%
Slímhósti – 45,79%
Hæsi – 43,86%
Beinverkir – 29,46%
Þreyta – 22,97%
Svimi – 21,11%
Breytt lyktarskyn – 19,82%
Bólgnir hálskirtlar – 17.72%
Viðkvæm augu – 16,41%
Þyngsli yfir brjósti – 16,26%
Þungur andardráttur – 16,26%
Missir lyktarskyns – 14,45%
Hlustarverkur – 13,96%
Hrollur – 12,98%
Liðagigt í öxlum – 11,08%