Samkvæmt hugmyndunum þá munu veiðimenn verða undir sama hatt settir og ökumenn hvað varðar magn áfengis sem þeir mega vera með í blóðinu. Þetta er ein af 30 hugmyndum sem efri deild franska þingsins hefur sett fram um hvernig sé hægt að auka öryggi veiðimanna og draga úr þeirri hættu sem stafar að almenningi frá þeim. The Guardian skýrir frá þessu.
Samtök veiðimanna eru öflug hagsmunasamtök, sem Emmanuel Macron forseti styður. Þau hafa hafnað þessari tillögu og segja að með þessu sé verið að brennimerkja veiðimenn og benda að niðurstöður úr öndunarsýnatökum úr veiðimönnum hafi leitt í ljós að 91% voru ekki undir áhrifum áfengis.
Tillögur þingdeildarinnar voru settar fram í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að reglur um veiðimenn verði hertar. Kveikjan að þessu var drápið á hinum breska Morgan Keane, breskum ríkisborgara, sem var skotinn til bana af veiðimanni í desember 2020 þegar hann var að höggva eldiðvið í garðinum heima hjá sér. Veiðimaðurinn sagðist hafa talið að Keane væri villisvín.