fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þetta gerist við líkama fólks ef það deyr úti í geimnum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. október 2022 18:00

Geimfarar glíma margir hverjir við höfuðverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist hugsanlega í að fólk geti skellt sér í frí út í geim og í fjarlægri framtíð er ekki útilokað að jarðarbúar geti skellt sér í ferðalög til annarra pláneta, kannski bara í frí eða til að setjast þar að. Nú þegar eru einkarekin geimferðafyrirtæki byrjuð að senda fólk út í geim gegn greiðslu. Elon Musk, eigandi SpaceX, vonast til að koma upp nýlendu á Mars.

Þetta kemur fram í umfjöllun Conversation þar sem bent er á að þessi þróun kalli á að við verðum að byrja að hugsa um hvernig það verði að búa í geimnum og hvað gerist ef einhver deyr úti í geimnum.

Þegar fólk deyr hér á jörðinni þá fer líkaminn í gengum nokkur mismunandi stig rotnunar. Þeim var lýst þegar árið 1247 í „The Washing Away of Wrongs“ sem er líklega fyrsta ritið um réttarmeinafræði.

Fyrst hættir blóð að flæða um líkamann og safnast saman í poll vegna áhrifa þyngdaraflsins. Líkaminn kólnar og vöðvarnir stífna upp vegna þess að kalsíum safnast fyrir í þeim. Því næst flýta ensím og prótín efnahvörfum, brjóta niður frumuveggi þannig að innihald þeirra losnar út.

Á sama tíma sleppa bakteríurnar úr maganum og dreifa sér um líkamann. Þær innbyrða mjúka vefi og gas, sem losnar, veldur því að líkaminn fer að lykta.

Utanaðkomandi þættir geta haft áhrif á hraða þessa ferlis. Þar á meðal eru hitastig, skordýr, greftrun, hiti og vatn.

Hvað gerist úti í geimnum?

Ef einhver deyr úti í geimnum þá er ekkert þyngdarafl til staðar sem þýðir að blóðið mun ekki safnast í poll. Bakteríur myndu losna úr maganum og innbyrða mjúku vefina en þær þurfa súrefni til að geta starfað eðlilega og því mun takmarkað súrefnismagn væntanlega hægja á þeim.

Ef andlátið ber að höndum á annarri plánetu er hægt að jarðsetja viðkomandi og ef örverur eru þar til staðar þá munu þær koma að rotnun líkamans. En ef það eru engar örverur þá og kannski mjög þurrt umhverfi þá eykur það líkurnar á að líkaminn varðveitist. Ef jarðvegurinn er mjög sýruríkur þá myndu ólífræn efni eyðast en mjúkvefir varðveitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti