fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hugsanlega var blómlegt örverulíf á Mars fyrir löngu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. október 2022 07:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega voru aðstæður á Mars til forna þannig að þar gæti blómlegt neðanjarðarsamfélag örvera hafa verið til staðar.

Franskir vísindamenn skýrðu nýlega frá þessu. Þeir segja að ef þetta hafi verið svona þá hafi þessi einföldu lífsform haft svo mikil áhrif á andrúmsloftið og breytt því svo mikið að úr varð ísöld sem hafi gert út af við þær.

The Guardian segir að rannsókn vísindamannanna dragi upp dökka mynd af hvernig fer fyrir lífi í alheiminum. „Líf, jafnvel einfalt líf eins og örverur getur sjálft valdið eigin dauða,“ sagði Boris Sautery, aðalhöfundur rannsóknarinnar.

Hann sagði niðurstöðurnar svolítið dökkar en um leið telji hann þær uppörvandi. Þær skori á okkur að hugsa upp á nýtt hvernig tengsl plánetu og lífhvolfs hennar eru. Rannsóknin hefur verið birt í Nature Astronomy.

Sauterey og samstarfsfólk hans notuðu líkön af loftslagi og yfirborði Mars til að leggja mat á lífsskilyrðin á plánetunni fyrir 4 milljörðum ára en þá er talið að fljótandi vatn hafi verið á yfirborðinu og umhverfið mun lífvænlegra en það er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót