fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Fundu örplast í brjóstamjólk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. október 2022 19:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hefur örplast fundist í brjóstamjólk. Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af þessu og hugsanlegum heilsufarsafleiðingum á kornabörn.

Kornabörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir efnamengun. The Guardian segir að vísindamenn segi að mikil þörf sé á frekari rannsóknum en leggi um leið áherslu á að brjóstagjöf sé enn besta aðferðin við að næra kornabörn.

Brjóstamjólkursýni voru tekin úr 34 heilbrigðum mæðrum, viku eftir að þær ólu börn sín í Róm á Ítalíu. Örplast fannst í 75% sýnanna.

Fyrri rannsóknir höfðu leitt í ljós að örplast hefur áhrif á frumulínur fólks, dýr á tilraunastofum og sjávardýr en óljóst er hver áhrifin eru á fólk. Plast inniheldur oft skaðleg efni sem hafa áður fundist í brjóstamjólk.

Vísindamennirnir skráðu neyslu mæðranna á mat og drykk í plastumbúðum og á sjávarfangi sem og notkun á snyrtivörum í plastumbúðum.  Þeir fundu engin tengsl þarna á milli og tilvistar örplasts í brjóstamjólkinni. Þetta bendir að þeirra mati til að tilvist örplasts í umhverfinu geri að verkum að óhjákvæmilegt sé að það berist í fólk. Þeir segja þó að þörf sé á stærri rannsóknum til að finna helstu áhættuþættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Í gær

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni