fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Barnsmorðin á Englandi – Fundu óhugnanleg skilaboð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld eru hafin í máli Lucy Letby, 32 ára hjúkrunarfræðings, sem er ákærð fyrir að hafa myrt sjö nýbura og að hafa reynt að myrða tíu til viðbótar. Hún starfaði á fyrirburadeild sjúkrahúss í Chester. Hún er ákærð fyrir að hafa myrt og reynt að myrða nýburana frá því í júní 2015 þar til í júní 2106.

The Guardian segir að fyrir dómi hafi óhugnanleg skrif Letby verið lesin upp.

„Ég drap þau meðvitað af því að ég er ekki nógu góð til að hugsa um þau,“ stóð á miða sem lögreglan fann heima hjá Letby.

Þegar læknir tók eftir því að Letby var mjög oft á vakt þegar nýburar létust var hún færð til í starfi og flutt á aðra deild. Það var ekki fyrr en 2018 sem hún var handtekin.

Samkvæmt ákærunni þá sprautaði hún mjólk, insúlíni og lofti í nýburana til að reyna að drepa þá.

Letby neitar sök.

Á öðrum miðum, sem lögreglan fann heima hjá henni, stóð meðal annars: „Ég er skelfilega vond manneskja,“ og „Ég er vond, ég gerði þetta“.

Á öðrum stóð: „Ég gerði ekkert rangt. Þeir hafa engar sannanir og af hverju ætti ég þá að fela mig?“.

Verjandi hennar segir að engar sannanir séu fyrir að hún hafi myrt börnin og segir að það verði mikið óréttlæti ef hún verður fundin sek án þess að nokkrar sannanir séu til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni