The Guardian segir að fyrir dómi hafi óhugnanleg skrif Letby verið lesin upp.
„Ég drap þau meðvitað af því að ég er ekki nógu góð til að hugsa um þau,“ stóð á miða sem lögreglan fann heima hjá Letby.
Þegar læknir tók eftir því að Letby var mjög oft á vakt þegar nýburar létust var hún færð til í starfi og flutt á aðra deild. Það var ekki fyrr en 2018 sem hún var handtekin.
Samkvæmt ákærunni þá sprautaði hún mjólk, insúlíni og lofti í nýburana til að reyna að drepa þá.
Letby neitar sök.
Á öðrum miðum, sem lögreglan fann heima hjá henni, stóð meðal annars: „Ég er skelfilega vond manneskja,“ og „Ég er vond, ég gerði þetta“.
Á öðrum stóð: „Ég gerði ekkert rangt. Þeir hafa engar sannanir og af hverju ætti ég þá að fela mig?“.
Verjandi hennar segir að engar sannanir séu fyrir að hún hafi myrt börnin og segir að það verði mikið óréttlæti ef hún verður fundin sek án þess að nokkrar sannanir séu til staðar.