fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Vilja senda fólk til Venusar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 22:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venus er stundum kölluð „vonda tvíburapláneta jarðarinnar“. Hún er nær sólinni en jörðin og hefur þróast allt öðruvísi en jörðin. Þar eru mikil gróðurhúsaáhrif, þar sem hitinn er algjörlega lokaður á plánetunni. Andrúmsloftið inniheldur mikið koldíoxíð, það er ekkert segulsvið og yfirborðshitinn er svo hár að hann getur brætt blý.

Á næstu árum verða nokkur geimför send til plánetunnar til að rannsaka hvernig og af hverju Venus þróaðist svona allt öðruvísi en jörðin. Sumir vísindamenn vilja ganga enn lengra og senda fólk til plánetunnar. Það á þó ekki að lenda á henni, heldur fljúga í kringum hana. Conversation skýrir frá þessu.

Þvermál Venusar er aðeins minna en jarðarinnar og Venus er nær sólinni. Þetta þýðir að ef vatn var á yfirborðinu þá gufaði það upp fljótlega eftir að plánetan varð til og þannig hafa gróðurhúsaáhrifin byrjað. Eldgos mynduðu hraunbreiður og juku magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu og gróðurhúsaáhrifin urðu stjórnlaus. Við þetta allt hækkaði hitinn úr því að vera aðeins hærri en á jörðinni í 475 gráður eins og nú er.

Yfirborð Venusar. Mynd úr rússnesku könnunarfari frá 1982.

 

 

 

 

 

 

Árið á Venus er 225 dagar og plánetan snýst hægt um sjálfan sig eða einn hring á 243 dögum. Þetta tengist því að ekkert segulsvið er á Venus sem aftur veldur því að lofthjúpurinn eyðist stöðugt. Hann snýst raunar hraðar en plánetan sjálf.

Þrátt fyrir að þetta séu allt annað en glæsilegar aðstæður fyrir líf þá hafa margir vísindamenn velt fyrir sér hvort lífvænleg skilyrði geti verið hátt yfir yfirborðinu. Nýlegar mælingar benda til að phosphine, sem getur verið merki um líf, sé að finna í lofthjúpnum. Hér á jörðinni eru það örverur sem mynda phosphine.  Frekari mælinga og rannsókna er þörf til að komast að hvaðan þetta phosphine kemur.

Geimferðir framtíðarinnar

Það sem við vitum um Venus nú eru upplýsingar og gögn sem var aflað með nokkrum geimferðum. Frá 1970 til 1982 náðu sovésk Venera 7-14 geimför að lenda á Venus og vera starfhæf í allt að tvær klukkustundir áður en hrikalegar aðstæðurnar eyðilögðu þau. Á þeim tíma sendu þau myndir og gögn til jarðar.

En mörgum spurningum um Venus er ósvarað, þar á meðal af hverju plánetan þróaðist svona allt öðruvísi en jörðin. Það er mikilvægt að fá svar við því til að auka skilning okkar á hvaða fjarplánetur geta hýst líf.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun senda tvö geimför til Venusar á árunum 2028 til 2030 og Evrópska geimferðastofnunin ætlar að senda eitt snemma á fjórða áratugnum. Þetta eru ómönnuð geimför sem eiga að afla meiri vitneskju um umhverfið á Venusi og þróun plánetunnar.

Indverjar hyggja einnig á ferð til Venusar og það sama er að segja um Rússa.

Þarf að senda fólk til Venusar?

Hugmyndir um að senda fólk með geimförum til Venusar og láta það fljúga hring eða hringi um plánetuna komu fram á sjöunda áratugnum.

Með þessu væri hægt prófa eitt og annað er varðar ferðir langt út í geiminn, til dæmis hvernig áhöfnin getur átt samskipti við stjórnstöð á jörðinni en vegna fjarlægðarinnar tekur það útvarpsmerki nokkrar mínútur að berast á milli. Þetta gæti því verið undirbúningur fyrir flóknari mannaðar geimferðir til Mars. Áhöfnin myndi þó ekki lenda á Venusi, til þess eru aðstæðurnar þar allt of erfiðar.

Að senda fólk til plánetu þar sem hugsanlegt er að lifandi lífverur séu auðveldar ekki leitina að þeim. Hugsanlega myndum við menga lofthjúpinn áður en við finnum merki um líf. Besta leiðin til að leita að ummerkjum um líf er að senda mannlaus geimför.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“