Andersson sagði að eftir tímabil rósemdar í bænum hafi bærinn sogast inn í hringiðu grimmdarlegs ofbeldis. Hún sagði að skotárásir glæpagengja valdi ótta meðal íbúanna og enginn þori út að kvöldi.
„Glæpagengin eru ógn við alla sem verða á vegi þeirra. Þau ógna samstöðu okkar og samfélagsgerðinni,“ sagði hún.
Hún lagði áherslu á að glæpirnir nærist á allt of miklum klofningi í sænsku samfélagi, að hinir ýmsu þjóðfélagshópar séu aðskildir.
„Þessi klofningur í bland við veika samþættingu er áburður á jarðveginn fyrir glæpagengi. Þetta hefur gert að verkum að glæpagengin hafa getað komið sér fyrir og vaxið og dreift eitri sínu,“ sagði hún.
„Ofbeldi hefur áhrif á samfélagið okkar. Hvert skot er merki um að okkur hafi mistekist,“ sagði hún einnig.