fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sænski forsætisráðherrann skefur ekki utan af hlutunum – Ógnar öllu landinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 08:00

Magdalena Andersson. Mynd :Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn heimsótti Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Södertälje en þar hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar að undanförnu. Þrír létust í þeim.

Andersson sagði að eftir tímabil rósemdar í bænum hafi bærinn sogast inn í hringiðu grimmdarlegs ofbeldis. Hún sagði að skotárásir glæpagengja valdi ótta meðal íbúanna og enginn þori út að kvöldi.

„Glæpagengin eru ógn við alla sem verða á vegi þeirra. Þau ógna samstöðu okkar og samfélagsgerðinni,“ sagði hún.

Hún lagði áherslu á að glæpirnir nærist á allt of miklum klofningi í sænsku samfélagi, að hinir ýmsu þjóðfélagshópar séu aðskildir.

„Þessi klofningur í bland við veika samþættingu er áburður á jarðveginn fyrir glæpagengi. Þetta hefur gert að verkum að glæpagengin hafa getað komið sér fyrir og vaxið og dreift eitri sínu,“ sagði hún.

„Ofbeldi hefur áhrif á samfélagið okkar. Hvert skot er merki um að okkur hafi mistekist,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“