Á mánudaginn greindust 28 með veiruna í Shanghai en þar búa rúmlega 25 milljónir. Reuters skýrir frá þessu.
Yfirvöld segja að á mánudaginn hafi 2.089 smit greinst í landinu og það mesti fjöldi smita á einum degi síðan í ágúst.
Þetta hefur orðið til þess að sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar í mörgum borgum. Skiptir þá engu þótt fjöldi smita sé ekki mikill miðað við víða annars staðar í heiminum.
People‘s Daily, sem er fjölmiðill undir stjórn kommúnistaflokksins, segir að þegar að staðan versni breiðist faraldurinn út og það hafi örugglega alvarleg áhrif á efnahags- og félagslega þróun. Þegar upp verði staðið verði kostnaðurinn meiri og tapið meira.
Fjölgun smita kemur í kjölfar nokkurra almennra frídaga þar sem fólk var mikið á faraldsfæti.