Útgáfa endurminninganna komst í uppnám þegar Elísabet II lést. Brown segir að þær verði aldrei gefnar út því það muni „eyðileggja alla möguleika á að hann geti náð sættum við konungsfjölskylduna“.
Upphaflega stóð til að bókin kæmi út fyrir áramót en rætt hefur verið um að fresta útgáfunni þar til á næsta ári vegna andlást Elísabetar II.
Harry gerði samning við Penguin Random House um útgáfu þriggja bóka og fær tæpar 40 milljónir punda fyrir . Hann er sagður hafa farið fram á að töluverðar breytingar verði gerðar á fyrstu bókinni í kjölfar andláts Elísabetar II. Mirror skýrir frá þessu.
Talið er að meðal þessara breytinga sé að nýjum kafla verði bætt við þar sem fjallað verði um andlát Elísabetar og útför hennar.
Starfsfólk konungshirðarinnar er sagt vilja koma í veg fyrir útgáfuna af ótta við það sem kemur fram í henni.