Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að yfirvöld séu nú að fínpússa neyðaráætlanir sínar fyrir veturinn. Í þeim er gert ráð fyrir að til þess geti komið að loka þurfi fyrir rafmagn.
Góðu fréttirnar eru þó þær að ekki er öruggt að grípa þurfi til þessar áætlana. Kristoffer Böttzauw, forstjóri Energistyrselsen (danska orkustofnunin) sagði að samkvæmt núverandi spám verði ástandið ekki svo slæmt í vetur en líkurnar á því hafi aukist. Hann sagði að það séu ansi mörg ár síðan yfirvöld hafi unnið með sviðsmyndir sem þessar. Ef veturinn verði mjög harður og kaldur og um leið ekki mjög vindasamur þá komi ekki nóg orka frá vindmyllum landsins og þá steðji ákveðnir erfiðleikar að orkukerfinu.
Kristian Ruby, forstjóri samtaka evrópska rafmagnsfyrirtækja, Eurelectric, tók undir orð Böttzauw og sagði stöðuna sögulega erfiða. Nú verði að miða undirbúninginn við erfiðustu stöðuna í mörg, mörg ár. „Ég hika ekki við að segja 40-50 ár,“ sagði hann.