fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 16:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að fá ristilkrabbamein eru tvisvar sinnum meiri ef maður á ættingja sem hefur fengið það. Ástæðan er umhverfisáhrif að sögn norrænna sérfræðinga.

Það eru því ekki eingöngu erfðir sem hafa áhrif á líkurnar á að fá ristilkrabbamein en fram að þessu hafði verið talið að svo væri.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar norrænnar rannsóknar, sem hefur verið birt í International Journal of Cancer, þá geta þættir eins og sameiginlegur uppvöxtur eða heimilishald, þar sem fólk býr við sömu skilyrði, reykingar, ofþyngd, mataræði og almenn óhollur lífsstíll skipt meira máli hvað varðar auknar líkur á að ristilkrabbamein komi upp í fjölskyldum en erfðir.

John Brandt Brodersen, prófessor og sérfræðilæknir í almennum lyflækningum við lýðheilsudeild Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Videnskab að rannsóknin staðfesti að félagsleg áhrif skipti meiru hvað varðar hættuna á að fá ristilkrabbamein en erfðir. Það er rökrétt að hans mati því við erum flokkdýr sem erum saman í hóp, borðum það sama og aðrir í hópnum og reykjum það sama.

Rannsóknin náði til 350.000 sjúklinga með ristilkrabbamein í Skandinavíu og rúmlega tveggja milljóna ættingja þeirra. Með aðstoð tölfræðilíkana gátu vísindamennirnir greint á milli erfðafræðilegs arfs og umhverfisarfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú