Það eru því ekki eingöngu erfðir sem hafa áhrif á líkurnar á að fá ristilkrabbamein en fram að þessu hafði verið talið að svo væri.
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar norrænnar rannsóknar, sem hefur verið birt í International Journal of Cancer, þá geta þættir eins og sameiginlegur uppvöxtur eða heimilishald, þar sem fólk býr við sömu skilyrði, reykingar, ofþyngd, mataræði og almenn óhollur lífsstíll skipt meira máli hvað varðar auknar líkur á að ristilkrabbamein komi upp í fjölskyldum en erfðir.
John Brandt Brodersen, prófessor og sérfræðilæknir í almennum lyflækningum við lýðheilsudeild Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Videnskab að rannsóknin staðfesti að félagsleg áhrif skipti meiru hvað varðar hættuna á að fá ristilkrabbamein en erfðir. Það er rökrétt að hans mati því við erum flokkdýr sem erum saman í hóp, borðum það sama og aðrir í hópnum og reykjum það sama.
Rannsóknin náði til 350.000 sjúklinga með ristilkrabbamein í Skandinavíu og rúmlega tveggja milljóna ættingja þeirra. Með aðstoð tölfræðilíkana gátu vísindamennirnir greint á milli erfðafræðilegs arfs og umhverfisarfs.