fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Svona er hægt að komast hjá því að þyngjast með aldrinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 12:00

Bláber eru ljúffeng og holl og innihalda mikið af andoxunarefnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem við eldumst þá hægir á efnaskiptum líkamans. Af þeim sökum þyngjumst við auðveldar en þegar við vorum yngri. Margir hafa einmitt upplifað þetta, að þyngjast með aldrinum. En það er hægt að komst hjá því og hér koma nokkur ráð sem voru gefin á vefsíðunni Bedrelivsstil.

Borðaðu flavonóíða. Niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt að ef við borðum töluvert mikið af flavonóíðum þá komi það að gagni við að halda þyngdinni í skefjum og getur jafnvel hjálpað til við að léttast. Af þessum sökum er mikilvægt að borða bláber, jarðarber, kirsuber, vínber, te, epli, lauk, púrrur, brokkolí og fleiri matartegundir.

Kyrrsetulífsstíll. Passaðu þig á að detta ekki inn í kyrrsetulífsstíl. Eins og fyrr sagði þá hægir á efnaskiptum líkamans með aldrinum og því er mikilvægt að reyna að hreyfa sig eins mikið og hægt er. Það þarf ekki að stunda maraþonhlaup eða spretthlaup en þó skilar það meiri árangri að ákefð hreyfingarinnar sé hófleg en að hún sé lítil. Einnig er mikilvægt að stöðugur ryþmi sé í hreyfingunni. Hreyfing styrkir líkamann einnig og vöðvar og liðir telja sig vera yngri en þeir eru. Með þessu nærðu á ákveðinn hátt að hægja á áhrifum tímans.

Haltu heilanum virkum. Þegar aldurinn færist yfir hefur það yfirleitt áhrif á minni okkar, til hins verra. Til að stöðva þetta er mælt með því að fólk geri æfingar sem örva heilann því það styrkir minnið. Þetta getur til dæmis verið að lesa daglega, ráða krossgátur, tefla eða jafnvel takast á við eina sudoku. Þetta styrkir minnið og einbeitinguna. Þess utan þá kemur allt það sem heldur heilanum virkum að gagni við að koma í veg fyrir stress og þunglyndi. Þetta bætir því lífsgæði þín.

Gleymdu megrunarkúrum. Flestir megrunarkúrar, sem ganga út á að neyta færri hitaeininga, geta haft þveröfug áhrif og geta dregið úr brennslu líkamans. Honum finnst hann vera svikinn um hitaeiningar og dregur því úr brennslunni til að reyna að halda þeim hitaeiningum sem hann býr yfir.

Hafðu heilsuna sem forgangsatriði. Það er mikilvægt að láta kanna heilsufarið vel öðru hvoru því með hækkandi aldri getur eitt og annað gert vart við sig sem getur dregið úr möguleikum okkar til að hreyfa okkur og því er mikilvægt að hugsa vel um heilsuna.

Byrjaðu strax í dag. Byrjaðu strax í dag að fylgja þessum ráðum, ekki bíða þar til á morgun eða næstu viku. Þú verður að átta þig á mikilvægi þess að hugsa um sjálfa(n) þig og því er ekki skynsamlegt að bíða þar til vandamálin koma upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu