fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Stofnstærð helmings fuglategunda heimsins fer minnkandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur fuglategunda heimsins glímir við fækkun einstaklinga í tegundunum. Meðal helstu þátta, sem valda þessu, eru sífellt meiri landbúnaður, ágengar tegundir, nýting náttúruauðlinda og loftslagsbreytingar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, The State of the World‘s Birds report, sem BirdLife International gefa út á fjögurra ára fresti. The Guardian skýrir frá þessu.

Á heimsvísu glíma 49% fuglategunda við fækkun einstaklinga. Ein af hverjum átta tegundum er í útrýmingarhættu og staðfest hefur að 187 tegundir hið minnsta hafa dáið út eða eru taldar hafa dáið út síðan 1500. Flestar þeirra voru staðbundnar tegundir sem bjuggu á eyjum. En einnig hefur færst í vöxt að tegundir, sem búa á stærri landsvæðum, hverfi af sjónarsviðinu.

Á heimsvísu fjölgar einstaklingum aðeins hjá 6% fuglategunda.

Frá 1970 hafa 2,9 milljarðar fugla, 29% af heildarfjöldanum, horfið af sjónarsviðinu í Norður-Ameríku. Staðan er svipuð í öðrum heimshlutum. Frá 1980 hefur fuglum fækkað um 600 milljónir í Evrópu, sem er 19% af heildarfjöldanum og margar tegundir hafa færst nálægt því að hverfa algjörlega af sjónarsviðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“