Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, The State of the World‘s Birds report, sem BirdLife International gefa út á fjögurra ára fresti. The Guardian skýrir frá þessu.
Á heimsvísu glíma 49% fuglategunda við fækkun einstaklinga. Ein af hverjum átta tegundum er í útrýmingarhættu og staðfest hefur að 187 tegundir hið minnsta hafa dáið út eða eru taldar hafa dáið út síðan 1500. Flestar þeirra voru staðbundnar tegundir sem bjuggu á eyjum. En einnig hefur færst í vöxt að tegundir, sem búa á stærri landsvæðum, hverfi af sjónarsviðinu.
Á heimsvísu fjölgar einstaklingum aðeins hjá 6% fuglategunda.
Frá 1970 hafa 2,9 milljarðar fugla, 29% af heildarfjöldanum, horfið af sjónarsviðinu í Norður-Ameríku. Staðan er svipuð í öðrum heimshlutum. Frá 1980 hefur fuglum fækkað um 600 milljónir í Evrópu, sem er 19% af heildarfjöldanum og margar tegundir hafa færst nálægt því að hverfa algjörlega af sjónarsviðinu.