Það segir hópur alþjóðlegra sérfræðinga að minnsta kosti eftir því sem segir í Physics World.
Með því að nota gögn frá Gaia-geimfari Evrópsku geimferðastofnunarinnar, sem ná til 1,1 milljarða stjarna, hefur hópurinn rannsakað hvernig jörðin sést frá öðrum stöðum í geimnum. Stöðum þar sem hugsanlegt er að tæknivædd vitsmunasamfélög séu til, samfélög sem rannsaka himingeiminn eins og við.
Þeir skiptu himinhvolfinu upp í mismunandi svæði og kortlögðu hvaðan væri hægt að sjá að jörðin sé þar sem hún er.
Niðurstaðan var að ef það eru samfélög vitsmunavera við hverja einustu stjörnu, sem hafa náð svo langt að tæknilega séð að þau geta fundið aðrar stjörnur og plánetur, þá sé það sárasjaldan á ári sem þau geta fundið jörðina.
Besta staðsetningin til að sjá jörðina er að vera í útjaðri Vetrarbrautarinnar með jörðina í sömu línu og miðja hennar. Hins vegar eru mjög fáar stjörnur í útjaðri Vetrarbrautarinnar og því væntanlega fá vitsmunasamfélög þar sem eru að leita að lífi á öðrum plánetum.