Þetta kemur fram í nýrri skýrslu að sögn The Guardian. Fram kemur að seðlabankarnir hafi keypt skuldabréf, útgefin af fyrirtækjum sem tengjast skógareyðingu og landtöku, fyrir milljónir dollara.
Skýrslan heitir „Bankrolling Destruction“ en það voru Global Witness samtökin sem gerðu hana. Í skýrslunni kemur fram að skattborgarar séu það með óafvitandi að styðja við bakið á fyrirtækjum sem stunda skógareyðingu í Amazon og fleiri regnskógum.
Bankarnir kaupa skuldabréf, gefin út af stórfyrirtækjum, til að reyna að dæla peningum inn á fjármálamarkaðina þegar einkageirinn er hikandi við að lána peninga út.