fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Rannsaka andlát 39 skoskra nýbura

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska ríkisstjórnin hefur ákveðið að rannsókn skuli hefjast á dauða 39 nýbura í september 2021 og mars 2022. Rannsóknin mun ná yfir öll tilkynnt dauðsföll frá apríl 2021 til og með apríl 2022.

Markmiðið er að komast að hvað olli því að dánartíðni nýbura í september 2021 og mars 2022 var mun hærri en eðlilegt getur talist. Búið er að útiloka að kórónuveiran hafi átt hlut að máli.

Scottish Daily Express segir að 18 börn, hið minnsta, yngri en fjögurra vikna hafi látist í mars 2022 og hafi dánartíðnin verið 4,6 á hverjar 1.000 fæðingar. Í september 2021 lést 21 barn og var dánartíðnin þá 4,9 á hverjar 1.000 fæðingar.

Dánartíðni nýbura er mismunandi á milli mánaða en meðaldánartíðnin er rétt rúmlega tvö andlát á hver 1.000 fædd börn.  Dánartíðni nýbura er miðuð við andlát innan 28 daga frá fæðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda