The Guardian segir að nú hafi komið í ljós að myndir í grafhýsi Tutankhamun séu málaðar yfir eldri myndir sem lýsa útför Nefertitis. Þetta hefur kveikt nýtt líf í fyrrgreindri kenningu.
Myndirnar sem prýða veggi grafhýsis Tutankhamun segja frá eftirmanni hans, Ay, og að hann hafi grafið Tutankhamun.
Nicholas Reeves, fornleifafræðingur hjá British Museum, komst nýlega að því að bak við myndirnar af Ay séu eldri myndir sem sýna Tutankhamon. Það sannar að hans sögn að eldri myndirnar lýsi því þegar Tutankhamun jarðsetti forvera sinn, Nefertiti.
Kenning Reeve er að grafhvelfing Tutankhamun sé aðeins ysti hluti mun stærri grafhvelfingar.
Nú er það framtíðarverkefni fornleifafræðinga að rannsaka það.