fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Skaut veiðifélaga sinn – „Það var hundurinn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur vikum var 55 ára ítalskur veiðimaður skotinn þegar hann var á veiðum í norðurhluta Svíþjóðar. Hann lifði þetta af en er enn á sjúkrahúsi. Veiðifélagi hans er grunaður um að hafa skotið hann en hann segir að það hafi verið hundur fórnarlambsins sem skaut.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fréttamenn þess ræddu við Aldo Silva, leiðsögumann á svæðinu, sem sagðist ekki hafa verið á staðnum þegar óhappið átti sér stað. Hann sagðist þó hafa heyrt að þegar einn veiðimannanna ætlaði að sækja skotinn fugl hafi hundurinn hans stokkið upp á hann og rekið loppuna í gikkinn á byssunni.

Nú er verið að skoða hvort ákæra eigi veiðimanninn fyrir grófa líkamsárás.

Fórnarlambið var skotið í fótlegg af aðeins sex metra færi.

Silva sagðist telja að um óhapp hafi verið að ræða, því veiðimaðurinn og tveir aðrir félagar hans hafi verið í miklu uppnámi þegar norskir veiðimenn komu að þeim. Þeir norsku björguðu líklega lífi fórnarlambsins með að veita honum skyndihjálp og þeir fengu sjúkraþyrlu á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár